Ólafía lék fyrsta hringinn á pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í Belgíu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í Belgíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hringinn á Naxhelet-mótinu í Belgíu á pari í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna í golfi.

Ólafía lék á 72 höggum og deilir sem stendur 30. sæti með fjölmörgum öðrum keppendum en margar eiga eftir að ljúka hringnum.

Um þriggja daga mót er að ræða og því lýkur á sunnudaginn. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er ekki með að þessu sinni.

mbl.is