Bætti sig um fjögur högg

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús átti þokkalegan þriðja hring á Scottish Challenge-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi í dag. 

Haraldur lék glæsilega á fyrsta hring og var á meðal efstu manna á fimm höggum undir pari. Hann átti hinsvegar erfiðan annan hring í gær og lék á sex höggum yfir pari. Haraldur bætti sig um fjögur högg á milli hringja og lék á 73 höggum, tveimur höggum yfir pari í dag.

Íslenski kylfingurinn fékk þrjá skolla og einn fugl á holunum 18 í dag. Hann er í 60. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Fjórði og síðasti hringurinn verður leikinn á morgun.

mbl.is