Íslendingarnir hnífjafnir í Frakklandi

Andri Þór Björnsson lék á einu höggi undir pari.
Andri Þór Björnsson lék á einu höggi undir pari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensku kylfingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku fyrsta hring á Blot Open de Bretagne-mótinu í Frakklandi í dag á 69 höggum, einu höggi undir pari. Mótið er liður í Áskorendamótaröð Evrópu.

Guðmundur fékk fjóra fugla og þrjá skolla á sínum hring á meðan Andri fékk þrjá fugla, einn örn, og fjóra skolla. Þeir eru í 36. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. 

Írinn Ruaidhri McGee er efstur á níu höggum undir pari. Skorið verður niður eftir tvo hringi og komast Guðmundur og Andri áfram í gegnum niðurskurðinn með svipaðri spilamennsku á öðrum hring á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert