Tvær íslenskar í 64 manna úrslit

Perla Sól Sigurbrandsdóttir lék vel gegn Ingrid Lindblad.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir lék vel gegn Ingrid Lindblad. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þær Ragnhildur Kristinsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir fóru alla leið í 64 manna úrslit á Opna áhugamannamótinu í golfi sem fram fer á Hunstanton-vellinum á Englandi. 

Alls tóku fimm íslenskir kylfingar þátt á mótinu en auk Ragnhildar og Perlu léku Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR og Andrea Björg Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG. 

Perla fékk verðugt verkefni í 64 manna úrslitum því hún mætti Ingrid Lindblad frá Svíþjóð. Perla er í 544. sæti á heimslistanum og Lindblad í 2. sæti. Perla stóð vel í þeirri sænsku en að lokum vann Lindblad á 17. holu. 

Ragnhildur, sem er í 324. sæti heimslistans, mætti hinni þýsku Celinu Sattelkau í 64 manna úrslitum. Sú þýska er í 84. sæti á heimslistanum og vann að lokum á 17. holunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert