Aron ofarlega í Danmörku

Aron Snær Júlíusson.
Aron Snær Júlíusson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Aron Snær Júlíusson hafnaði í 13.-17. sæti á UNICEF-meistaramótinu í golfi sem lauk á Lübker golfvellinum á Jótlandi í Danmörku í gær.

Aron lék síðasta hringinn á mótinu á 73 höggum, einu yfir pari vallarins, en það var hans lakasti  hringur eftir að hafa leikið hina tvo á 70 og 71 höggi og hann seig því aðeins niður töfluna eftir að hafa verið tíundi að tveimur hringjum loknum.

Aron Bergsson, Gísli Sveinbergsson og Hákon Harðarson kepptu allir á mótinu en komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert