Erfiður lokahringur hjá Andra

Andri Þór Björnsson átti lélegan lokahring í Svíþjóð.
Andri Þór Björnsson átti lélegan lokahring í Svíþjóð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andri Þór Björnsson úr GR náði sér ekki á strik á lokahring PGA Meist­ara­mót­s Land­eryd Masters í Svíþjóð. 

Hann kom í hús á 83 höggum eða 12 höggum yfir pari eftir að hafa verð 3 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann lauk því leik á níu höggum yfir pari samtals og hafnaði í 53. sæti. 

Svíinn Rasmus Holmberg sigraði mótið á 11 höggum undir pari. Úrslitin á mótinu má sjá hér.

Aron Snær Júlíusson úr GKG og Aron Bergsson úr Hills Golfklúbbnum í Svíþjóð komust ekki í gegnum niðurskurðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert