Bjarni Þór og Guðjón Frans bestir eftir fyrsta hring

Piltalandsliðið.
Piltalandsliðið. GSÍ/Sigurður Elvar Þórólfsson

Íslenska piltalandsliðið í golfi stendur í 7. sæti eftir fyrsta keppnisdag þeirra á Evrópumótinu í 2. deild. Mótið fer fram á  Pravets vellinum í Búlgaríu. Sjö þjóðir taka þátt og komast þrjú efstu liðin upp í efstu deild á EM piltalandsliða 2022.

Piltalið Íslands skipa þeir Gunnlaugur Árni Sveinsson, Skúli Gunnar Ágústsson, Guðjón Frans Halldórsson, Heiðar Snær Bjarnason, Jóhann Frank Halldórsson og Bjarni Þór Lúðvíksson.


Bjarni Þór og Guðjón Frans fóru báðir hringinn á 77 höggum eða 5 höggum yfir pari og eru í 18. og 19. sæti.

Gunnlaugur Árni lék á 80 höggum sem eru 8 högg yfir pari og er í 27. sæti

Jóhann Frank lék á 82 höggum sem er 10 höggum yfir pari og er í 33. sæti

Heiðar Snær lék á 84 höggum sem er12 höggum yfir pari og er í 37. sæti

Skúli Gunnar lék á 85höggum sem er 13 högg yfir pari og er í 38. sæti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert