Birgir í forystu eftir glæsilegan hring

Birgir Guðjónsson átti glæsilegan hring í dag.
Birgir Guðjónsson átti glæsilegan hring í dag. Ljósmynd/Seth@golf.is

Birgir Guðjónsson úr Golfklúbbnum Esju er í forystu á Íslandsmótinu í golfi eftir stórglæsilegan annan hring í Vestmannaeyjum í dag.

Birgir lék á 64 höggum, sex höggum undir pari, og er samtals á fimm höggum undir pari eftir tvo hringi.  

Daníel Ingi Sigurjónsson úr Golfklúbbi Vestmannaeyja, Böðvar Bragi Pálsson úr GR og Kristófer Orri Þórðarson GKG, sem var í forystu eftir fyrsta hring, eru jafnir í öðru sæti á þremur höggum undir pari.

Þar á eftir kemur Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbb Selfoss á tveimur höggum undir pari.

Þriðji hringurinn verður leikinn á morgun og sá fjórði á sunnudag, er Íslandsmeistarar verða krýndir.

mbl.is