Keppni frestað á lokadegi Íslandsmótsins

Keppni hefur verið frestað á lokadegi Íslandsmótsins í golfi 2022 …
Keppni hefur verið frestað á lokadegi Íslandsmótsins í golfi 2022 í Vestmannaeyjum. mbl.is/Björn Jóhann

Fresta þurfti keppni á lokadegi Íslandsmótsins í golfi, sem fer nú fram í Vestmannaeyjum, vegna veðurs. Keppni hófst klukkan 6 í morgun og eru margir keppendur langt komnir með lokahringinn. 

Keppendur fá upplýsingar sendar í smáskilaboðum um hádegi varðandi framhaldið en keppnin mun í fyrsta lagi hefjast klukkan 13 í dag að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands.

Gul viðvörun vegna veðurs er nú í gildi á Suðurlandi og í Faxaflóa og verður þangað til klukkan 15 í dag, að öllu óbreyttu. Hvassast á að vera við suðurströndina, frá Vestmannaeyjum og að Reykjanesi.

Í samtali við mbl.is í morgun sagði Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stof­u Íslands, að upp úr klukk­an þrjú ætti að draga úr vind­in­um tals­vert.

mbl.is