Héraðsdómari hafnar beiðni LIV-kylfingana

Talor Gooch er einn af þeim kylfingum sem gengu til …
Talor Gooch er einn af þeim kylfingum sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. AFP/Warren Little

Kylfingarnir Talor Gooch, Matt Jones og Hudson Swafford munu ekki spila á PGA-mótaröðinni eftir að dómari vísaði máli þeirra á bug.

Grooch, Jones og Swafford fá ekki að keppa á PGA-mótaröðinni þar sem þeir ákváðu að elta peninginn og keppa á LIV-mótaröðinni í Sádi-Arabíu. Þeir þrír vildu fá að keppa á lokamóti tímabilsins og fóru með málið fyrir dómstóla.

Beth Labso Freeman, dómari bandaríska héraðsdómstólsins, neitaði þeirri beiðni og sagði að þeir vissu af hugsanlegum afleiðingum þess að ganga til liðs við LIV-mótaröðina.

„Með fréttum dagsins geta aðdáendur og samstarfsaðilar leikmanna okkar nú einbeitt sér að því sem raunverulega skiptir máli næstu þrjár vikurnar: bestu leikmenn heims sem keppa í FedExCup úrslitakeppninni,“ sagði Jay Monahan, fram­kvæmda­stjóri PGA-mót­araðar­inn­ar í golfi, í bréfi sem hann sendi frá sér á keppendur samkvæmt The Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert