Haraldur í góðum málum á sterkustu mótaröðinni

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús Ljósmynd/IGTTour

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús er að gera góða hluti á ISPS Handa World Invitational-mótinu. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í álfunni. Mótið fer fram í Norður-Írlandi.

Haraldur komst í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi og er á samanlagt einu höggi undir pari eftir þrjá hringi og í 21. sæti. Skotinn Ewen Ferguson er í toppsætinu á ellefu höggum undir pari.

Bjarki Pétursson er einnig á meðal keppenda á mótinu, en hann féll úr leik eftir tvo hringi á fjórum höggum yfir pari. Hann endaði í 87. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert