Þörfin fyrir lífsstílsbreytingu vó þyngst

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er hætt í keppnisgolfi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er hætt í keppnisgolfi. mbl.is/Óttar Geirsson

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tilkynnti um liðna helgi í myndskeiði að hún væri hætt þátttöku í keppnisgolfi. Ólafía Þórunn, sem er 29 ára gömul, hefur verið atvinnukylfingur um átta ára skeið og komist lengst allra íslenskra kvenna í golfíþróttinni.

Hún hefur til að mynda tekið þátt á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, þar sem hún tók þátt í öllum fimm risamótum kvenna í golfi og er Ólafía Þórunn eini Íslendingurinn sem hefur afrekað það.

Hún var kjörin íþróttamaður ársins 2017, varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni með íslenska landsliðinu 2018 og stóð þrisvar uppi sem Íslandsmeistari í höggleik; árin 2011, 2014 og 2016, þegar hún lék á metskori, ellefu höggum undir pari.

Sjáðu viðtal við Ólafíu í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert