Guðrún úr leik á Álandseyjum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir féll úr leik á Álandseyjum.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir féll úr leik á Álandseyjum. Ljósmynd/LET

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er úr leik eftir tvo hringi á Åland 100 Ladies Open-mótinu á Evrópumótaröðinni. Mótaröðin eru sú sterkasta í Evrópu en mótið fer fram á Álandseyjum.

Guðrún náði sér ekki almennilega á strik á fyrsta hring í gær og lék á 79 höggum, sjö höggum yfir pari. Hún bætti sig um þrjú högg á öðrum hring í dag en það nægði ekki til að fara í gegnum niðurskurðinn.

Hún lauk leik á ellefu höggum yfir pari og í 89. sæti, ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Þær Lisa Pettersson frá Svíþjóð og Ana Trivino frá Spáni eru efstar á fimm höggum undir pari eftir tvo hringi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert