Erfiður fyrsti hringur hjá Guðrúnu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti ekki sinn besta dag.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti ekki sinn besta dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði sér ekki almennilega á strik á fyrsta hring á VP Bank Swiss Ladies Open-mótinu í Holzhäusern í Sviss í dag. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð álfunnar.

Guðrún lék fyrsta hringinn í dag á fjórum höggum yfir pari. Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og tvo tvöfalda skolla á holunum 18 og verður fyrrverandi Íslandsmeistarinn að leika betur á morgun til að fara í gegnum niðurskurðinn.

Linn Grant frá Svíþjóð og Christine Wolf frá Austurríki eru efstar á sjö höggum undir pari hvor.

mbl.is
Loka