Betri hringur hjá Guðrúnu í Sviss

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lauk keppni í Sviss í dag.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lauk keppni í Sviss í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lauk í dag keppni á Swiss Ladies Open golfmótinu í Holzhäuern í Sviss þegar hún lék annan hring mótsins á einu höggi undir pari vallarins. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í álfunni.

Guðrún var á 73 höggum í dag en lék á 76 höggum í gær og endaði því samtals á fimm höggum undir pari. Hún deilir sem stendur 94. sætinu af 126 keppendum en rúmlega 60 konur komast áfram og leika lokahringinn á morgun.

Keppni er ekki lokið en sem stendur miðast niðurskurðanlínan við par og Guðrún var því fimm höggum frá því að komast áfram.

Liz Young frá Englandi og Linn Grant frá Svíþjóð hafa leikið best til þessa og eru á níu höggum undir pari en Grant á eftir að leika þrjár holur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert