Held að meirihluti atvinnumanna sé í basli

„Ég held að meirihlutinn af atvinnumönnunum sé í basli fjárhagslega,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ólafía Þórunn, sem er 29 ára gömul, lagði keppnisgolfið á hilluna á dögunum eftir afar farsælan feril.

Hún var atvinnumaður í íþróttinni í átta ár og er til að mynda eini íslenski kylfingurinn til þess að vinna sér inn keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi.

„Það er þetta 1% sem lifir góða lífinu og það er það sem allir fá að sjá,“ sagði Ólafía Þórunn.

„Það er mikið um ferðalög, það þarf að borga hótel, borga kylfuberum og þjálfurum til dæmis, “ bætti Ólafía Þórunn við.

Viðtalið við Ólafíu Þórunni í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert