Ein hola fór illa með Guðmund

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á pari.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á pari. Ljósmynd/Kristján Ágústsson

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór ágætlega af stað á Investec South African-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi, en leikið er í Jóhannesarborg, höfuðborg Suður-Afríku.

Guðmundur lék fyrsta hringinn í dag á 72 höggum, eða á pari. Var hann á einu höggi undir pari þegar hann fór út á 16. braut, en þar fékk hann tvöfaldan skolla, sem skemmdi góðan hring.

Íslenski kylfingurinn er í 89. sæti, ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Verður hann væntanlega í baráttunni um að komast í gegnum niðurskurðinn á öðrum hring á morgun.

Guðmundur Ágúst varð á dögunum annar íslenski karlkylfingurinn til að tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, á eftir Birgi Leifi Hafþórssyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert