Í fínum málum þrátt fyrir erfiða hringi

Ragnhildur Kristinsdóttir er í fínum málum.
Ragnhildur Kristinsdóttir er í fínum málum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, tveir af bestu kvenkylfingum Íslands, eru í fínum málum eftir tvo hringi af fjórum á fyrsta stigi úrtökumóta fyrir Evrópumót kvenna í golfi á La Manga á Spáni.

Ragnhildur er í 33. sæti á samanlagt fjórum höggum yfir pari. Hún lék fyrsta hring í gær á 71 höggi, á pari. Hún átti erfiðar uppdráttar í dag og lék annan hringinn á 77 höggum, fjórum höggum yfir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún lék tvo fyrstu hringina á einu höggi til viðbótar. Lék hún fyrsta hringinn á 72 höggum í gær og annan hringinn á 77 höggum í dag. Hún er því í 44. sæti á samtals fimm höggum yfir pari.

Um 60 efstu kylfingar mótsins fara áfram á næsta stig og eru þær Guðrún og Ragnhildur því í fínum málum. Ragnhildur er í fyrsta skipti að reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Á hinn bóginn hefur Guðrún Brá verið með keppnisrétt á mótaröðinni síðustu tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert