Báðar í baráttunni um að komast áfram

Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir er í 43.-47. sæti á Spáni.
Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir er í 43.-47. sæti á Spáni. mbl.is/Óttar Geirsson

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK eru í harðri baráttu um að komast áfram á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi en þær hafa lokið þremur hringjum af fjórum á La Manga á Spáni.

Ragnhildur lék á 72 höggum í dag, eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 71 og 77 höggum. Hún er samtals á fimm höggum yfir pari og er í 43.-47. sæti.

Guðrún Brá lék á 73 höggum í dag en hún lék fyrstu tvo hringina á 72 og 77 höggum. Hún er samtals á sjö höggum yfir pari og er í 55.-61. sæti.

Sextíu efstu keppendur af þeim 156 sem taka þátt í mótinu komast yfir á næsta stig þannig að þær eiga báðar tvísýna baráttu fyrir höndum á lokahringnum á morgun.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 55.-61. sæti á Spáni.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 55.-61. sæti á Spáni. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert