Perla og Guðmundur best á árinu

Perla Sól Sigurbrandsdóttir átti glæsilegt ár.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir átti glæsilegt ár. Ljósmynd/Seth@golf.is

Golfsamband Íslands hefur valið þau Guðmund Ágúst Kristjánsson úr GKG og Perlu Sól Sigurbrandsdóttur úr GR kylfinga ársins 2022.

Perla Sól varð Íslandsmeistari, aðeins 15 ára gömul, á árinu og varð einnig Íslandsmeistari unglinga og valin í Evrópuúrval ungmenna.

Guðmundur Ágúst lék á Áskorendamótaröð Evrópu og hafnaði m.a. í þriðja sæti á móti í Finnlandi. Hann tryggði sér síðan þátttökurétt á Evrópumótaröðina í lok árs.

mbl.is