Náði sér engan veginn á strik í Kenýa

Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði sér ekki á strik.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði sér ekki á strik. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði sér ekki á strik á fyrsta hring Magical Kenya Ladies Open-mótsins í Kenýa í dag.

Guðrún lék fyrsta hringinn í dag á 84 höggum, ellefu höggum yfir pari. Er hún á meðal neðstu keppenda og nánast úr leik.

Guðrún fékk einn tvöfaldan skolla, níu skolla og átta pör á holunum átján í dag og ekki einn einasta fugl.

Íslandsmeistarinn þarf að leika mikið mun betur á öðrum hring á morgun, til að eiga nokkra möguleika á að fara áfram í gegnum niðurskurðinn og leika tvo síðustu hringina um helgina.

mbl.is