Betri frammistaða dugði ekki til

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er úr leik í Kenýa.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er úr leik í Kenýa. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er úr leik á Magical Kenya Ladies Open-mótinu, en hún lék annan hring í dag. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Íslenski kylfingurinn lék annan hringinn í dag á 80 höggum, fjórum höggum betur en fyrsta hring í gær, en það dugði ekki til að fara áfram í gegnum niðurskurðinn.

Hún lýkur leik á 18 höggum yfir pari og í 91. sæti af 96 kylfingum. Var hún að lokum níu höggum frá því að fara áfram og leika tvo síðustu hringina um helgina. 

Aditi Ashok frá Indlandi er efst á níu höggum undir pari, fimm höggum á undan April Angurasaranee frá Taílandi.

mbl.is