Ofarlega í Katalóníu

Haraldur Franklín Magnús er í 13. sæti.
Haraldur Franklín Magnús er í 13. sæti. Ljósmynd/IGTTour

Haraldur Franklín Magnús er í fínni stöðu eftir tvo hringi á Camiral Golf & Wellness Championship-mótinu í Katalóníu. Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Haraldur lék fyrsta hring í gær á 68 höggum og annan hringinn í dag á 72 höggum. ER hann samanlagt á þremur höggum undir pari og í 13. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.

Axel Bóasson, Andri Björnsson, Hákon Örn Magnússon, Elvar Kristinsson og ARnór Tjörvi Þórsson eru allir úr leik eftir tvo hringi.

Þriðji og síðasti hringurinn verður leikinn á morgun og verður Haraldur eini Íslendingurinn eftir. Christian Jacobsen frá Danmörku er efstur á níu höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert