Hafnaði í fjórða sæti í Katalóníu

Haraldur Franklín Magnús varð fjórði í Katalóníu.
Haraldur Franklín Magnús varð fjórði í Katalóníu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús hafnaði í fjórða sæti á Camiral Golf & Wellness-mótinu í Katalóníu í dag. Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Haraldur lék fyrsta og þriðja hring á 68 höggum hvorn og annan hringinn á 72 höggum. Lauk hann því leik á sjö höggum undir pari.

Norðmaðurinn Jarand Arnöy sigarði á ellefu höggum undir pari. Danirnir Sören Lind og Christian Jacobsen komu þar á eftir á átta höggum undir pari.

Axel Bóasson, Andri Björnsson, Hákon Örn Magnússon, Elvar Kristinsson og Arnór Tjörvi Þórsson féllu allir úr leik eftir tvo hringi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert