Scheffler endurheimti toppsætið

Scottie Scheffler glaðbeittur með verðlaunabikarinn í gær.
Scottie Scheffler glaðbeittur með verðlaunabikarinn í gær. AFP/Richard Heathcote

Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler vann sannfærandi sigur á Players-mótinu á TPC-Sawgrass-vellinum í Flórída-fylki í Bandaríkjunum um helgina.

Scheffler lék á 17 höggum undir pari vallarins og skákaði þar með Englendingnum Tyrrell Hatton, sem lék á 12 höggum undir pari og hafnaði í öðru sæti.

Saman í þriðja sæti voru Norðmaðurinn Viktor Hovland og Bandaríkjamaðurinn Tom Hoge, sem báðir léku á tíu höggum undir pari.

Með sigrinum um helgina mun Scheffler endurheimta efsta sæti heimslistans af Jon Rahm, en Spánverjinn þurfti að draga sig úr keppni á Players-mótinu eftir fyrsta hring vegna veikinda.

Þeir Rahm og Scheffler hafa verið að skiptast á að ná efsta sæti heimslistans undanfarnar vikur.

mbl.is