Guðmundur úr leik í Hamborg

Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér ekki á strik.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér ekki á strik. Ljósmynd/European Tour

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Porsche European Open-mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, í Hamborg í Þýskalandi í dag.

Guðmundur Ágúst lék fyrri hring í gær á fjórum höggi yfir pari vallarins.

Í dag lék hann síðari hring sinn á fimm höggum yfir pari vallarins.

Samanlagt lék hann á 155 höggum, níu höggum yfir pari, og var þannig töluvert frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Er hann sem stendur í 118. til 122. sæti af 156 þátttakendum þegar þónokkrir kylfingar eiga enn eftir að ljúk öðrum hring sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert