DeChambeau vann Opna bandaríska

Bryson DeChambeau fagnar sigrinum í kvöld.
Bryson DeChambeau fagnar sigrinum í kvöld. AFP/Gregory Shamus

Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau tryggði sér í kvöld sigur á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi.

Lék hann hringina fjóra á sex höggum undir pari Pinehurst-vallarins í Norður-Karólínuríki. 

Er þetta annað stórmótið sem DeChambeau vinnur á ferlinum en hann vann sama mót árið 2020.

Norður-Írinn Rory McIlroy var með forystuna stóran hluta lokahringsins í kvöld en hafnaði að lokum í öðru sæti á fimm höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert