Lék á fjórum höggum yfir pari í Hollandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á samtals 76 höggum á fyrsta hring á Opna hollenska meistaramótinu sem fram fer á Goyer-vellinum í Utrecht en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi.

Guðrún Brá lék á samtals fjórum höggum yfir pari en hún fékk skolla á 4. og 10. holu og tvöfaldan skolla á 8. holu.

Leiknir verða þrír hringir en Sofie Kibsgård frá Danmörku og Dorota Zalewska frá Póllandi leiða mótið á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari.

Alls eru 132 keppendur skráðir til leiks en annar hringur verður leikinn á morgun og sá þriðji á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert