Guðrún komst í gegnum niðurskurðinn

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Hallur Már

Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur lék vel á öðrum hring Opna hollenska mótsins á Evrópumótaröðinni í gær og komst í gegnum niðurskurðinn.

Guðrún lék fyrsta hringinn á föstudag á fjórum höggum yfir pari, 76 höggum, og var þá í 84. sæti af 132 keppendum.

Í gær lék hún hins vegar á 71 höggi, einu undir pari, og er því samtals á þremur höggum yfir pari.

Það nægði til að komast í gegnum niðurskurðinn en hún deilir 51.-60. sæti á mótinu en 70 keppendur komust áfram og leika þriðja og síðata hringinn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert