Gerði góða atlögu að US Open

Gunnlaugur Árni Sveinsson lék vel í Texas.
Gunnlaugur Árni Sveinsson lék vel í Texas. Ljósmynd/GSÍ

Kylfingurinn efnilegi Gunnlaugur Árni Sveinsson gerði harða atrennu að því að komast á US Open, eitt af risamótunum fjórum í golfinu, á Bent Tree vellinum í Dallas í Texas í dag.

Gunnlaugur tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir risamótið þar sem 86 kylfingar börðust um sjö laus sæti og spiluðu tvo heila hringi í dag, 36 holur.

Gunnlaugur lék frábærlega á fyrri hringnum, var á fimm höggum undir pari og var á tímabili í öðru sæti, og var í hópi sjö efstu þegar seinni hringurinn hófst.

Þar gekk honum ekki eins vel, lék á tveimur höggum yfir pari og var í 30 sæti þegar hann lauk keppni en nokkuð margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka seinni hringnum. Gunnlaugur er fjórum höggum frá sjöunda sætinu eins og  staðan er núna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert