Tíu ára fór holu í höggi

Kristófer Daði Viktorsson kátur eftir að hafa farið holu í …
Kristófer Daði Viktorsson kátur eftir að hafa farið holu í höggi. Ljósmynd/GV

Kristófer Daði Viktorsson fór holu í höggi á 14. holu golfvallar Vestmannaeyja á mánudag. Kristófer Daði er aðeins tíu ára gamall.

Golfklúbbur Vestmannaeyja greindi frá þessu glæsilega afreki piltsins á Facebook-síðu sinni.

Kristófer Daði notaði 6 járn í höggið en hann er eins og nærri má geta yngsti kylfingur sem farið hefur holu í höggi í Vestmannaeyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert