Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, lék fyrsta hring í Jabra Ladies Open mótinu í Frakklandi, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, á þremur höggum yfir pari í dag.
Guðrún Brá er sem stendur í 71. til 79. sæti en ekki hafa allir kylfingar lokið fyrsta hring.
Evrópumótaröðin, LET, er sú sterkasta í Evrópu og samkeppnin því mikil. Annar hringur verður leikinn á morgun og þriðji og síðasti hringurinn á laugardaginn.
Þar mun Guðrún Brá freista þess að koma sér ofar á listanum.
Uppfært:
Guðrún er í 73.-83. sæti af 132 keppendum þegar allar hafa lokið fyrsta hring og er því einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn að öðrum hringnum loknum, eins og staðan er núna.