Illa gengur fyrir atvinnukylfingana Andreu Bergsdóttur og Ragnhildi Kristinsdóttur að leika annan hring á Allegria Stegersbach-mótinu í golfi í Austurríki vegna þrumuveðurs og hefur keppni verið frestað til morguns.
Andrea var búin með þrjár holur af átján þegar keppni var stöðvuð vegna veðursins. Hún er á samanlagt einu höggi yfir pari og jöfn í 12. sæti. Hún hafði leikið holurnar þrjár á einu höggi undir pari.
Ragnhildur er hins vegar í vondum málum á samanlagt 16 höggum yfir pari eftir sex holur á öðrum hring. Hún lék holurnar sex á einu höggi undir pari en mjög erfiður fyrsti hringur kom henni í slæma stöðu.