Bandaríski kylfingurinn J.J Spaun vann Opna bandaríska meistaramótið í golfi, US Open, á Oakmont-vellinum í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.
Þetta er í fyrsta skipti sem hinn 34 ára gamli Spaun vinnur risamót á ferlinum en hann var eini kylfingurinn sem endaði undir pari eftir mótið.
Mikil rigning var á lokadegi en það þurfti að gera hlé á keppninni vegna hellirigningar.
Spaun byrjaði lokadaginn ekki vel en kylfingurinn fékk fimm skolla á fyrstu sex holunum. Hann átti hins vegar frábæran endi sem tryggði honum sigur.
Á tólftu og fjórtándu holu náði Spaun fugli og hann fékk síðan skolla á fimmtándu holu. Spaun fékk fugl bæði á sautjándu og átjándu holu en hann setti niður rúmlega 20 metra pútt á síðustu holunni.
Skotinn Robert MacIntyre hafnaði í öðru sæti, einu höggi yfir pari. Norðmaðurinn Viktor Hovland var síðan í þriðja sæti en hann lék á tveimur höggum yfir pari.
WHAT A PUTT!!!!
— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2025
J.J. SPAUN WINS THE U.S. OPEN!!!! pic.twitter.com/EWdYQeDAzF