Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi á Hangzhou-mótinu í Kína en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.
Hann er á samanlagt þremur höggum undir pari en hann lék fyrsta hringinn á þremur undir og annan hringinn á pari.
Þegar þessi frétt er skrifuð er Haraldur kominn á fimm högg undir pari og hálfnaður með þriðja hring. Er hann jafn nokkrum öðrum kylfingum í 37. sæti.
