Logi Geirsson: Veit ekki hvað er að þessum manni

Logi Geirsson í leik með landsliðinu gegn Pólverjum á Ólympíuleikunum.
Logi Geirsson í leik með landsliðinu gegn Pólverjum á Ólympíuleikunum. mbl.is/Brynjar Gauti

Það gekk upp og ofan hjá liðum íslenskra leikmanna í þýsku deildinni í handbolta, en fyrsta umferðin kláraðist í gærkvöldi. Óvæntustu úrslit umferðarinnar urðu í Kiel þar sem Dormagen gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans.

„Þetta var fínn leikur hjá okkur, við unnum Melsungen með fimm mörkum og það er fínt að vinna í fyrsta leik,“ sagði Logi Geirsson, landsliðsmaður hjá Lemgo eftir sigurinn í gær. Þó hann væri sáttur með sigurinn og leik liðsins var hann allt annað en sáttur með hvað hann fékk lítið að spila.

„Ég skil ekki hvað er að þessum manni og líklegast hefur hann ekkert verið að fylgjast með Ólympíuleikunum. Ég kom fyrr hingað út, beint úr fagnaðarlátunum heima, til að geta æft með liðinu og svo fæ ég tíu mínútur eða rúmlega það. Ég er mjög pirraður og hef aldrei verið svona pirraður. Ég náði samt að skora tvö mörk, enda þrumaði ég bara á markið þegar ég fékk boltann,“ sagði Logi sem var ekki ánægður með þjálfarann, Markus Baur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert