Akureyri lagði FH í Krikanum, 34:32

Sigurður Ágústsson línumaður FH-inga skorar í leik FH og Akureyringa.
Sigurður Ágústsson línumaður FH-inga skorar í leik FH og Akureyringa. mbl.is/Ómar Óskarsson

Akureyringar gerðu góða ferð til Hafnarfjarðar þar sem þeir lögðu FH-inga 34:32 í toppslag N1 deildarinnar í handknattleik karla.

FH-ingar höfðu forystuna lengi vel og voru yfir í leikhléi, 17:14. Norðanmenn komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu með mikilli baráttu að innsigla góðan sigur og þeir eru nú einir í toppsætinu.

Nánar hér á mbl.is í kvöld og í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.


mbl.is

Bloggað um fréttina