Mikill hagnaður hjá handboltanum í Eyjum

Átök í leik ÍR og ÍBV.
Átök í leik ÍR og ÍBV. Friðrik Tryggvason

Algjör stakkaskipti hafa orðið á rekstri Handknattleiksdeildar ÍBV síðasta árið. Gríðarlegar skuldir, á fimmta tug milljóna, voru að sliga deildina fyrir rúmu ári. Þá kom til álita að leggja deildina niður og hætta handknattleiksiðkun í Vestmannaeyjum, að sögn Magnúsar Bragasonar, varaformanns deildarinnar.

Með samstilltu átaki og ómældri vinnu fjölda fólks auk mikils niðurskurðar á útgjöldum er svo komið að skuldirnar nema nú um 30 milljónum. Magnús segir menn alls ekki hætta. Til standi að lækka skuldirnar frekar, enda sé það forsenda fyrir því að hægt verði að reka deildina með sómasamlegum hætti til framtíðar. Niðurskurðurinn hafi hins vegar komið niður á árangri ÍBV í vetur, en við það verði að búa um stundarsakir.

„Þegar til stóð að leggja handknattleikinn niður í Eyjum var ljóst að einhver varð að borga skuldirnar, ekki var hægt að hlaupa frá þeim. Með samstilltu átaki fjölmargra hefur mikið áunnist á einu ári. Við höfum haldið úti öllum fjáröflunum áfram og heldur bætt í ef eitthvað er. Þá hefur stuðningsmannahópurinn, „krókódílar“ haldið áfram að greiða til deildarinnar sinn fasta mánaðarlega styrk. Þá fær enginn greitt fyrir að leika með ÍBV eins og áður var,“ segir Magnús. „Krókódílarnir“ hafa safnað og stutt deildina um 10 milljónir á síðustu fjórum árum.

Ítarlegt viðtal við Magnús er í Mogganum í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert