Gunnar Steinn æfir hjá Drott

Gunnar Steinn Jónsson freistar þess að komast milli tveggja Valsmanna …
Gunnar Steinn Jónsson freistar þess að komast milli tveggja Valsmanna og koma skoti á mark í viðureign Hk og Vals á nýliðnu Íslandsmóti. Ómar Óskarsson

Gunnar Steinn Jónsson, handknattleiksmaður hjá HK, er við æfingar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Drott í Halmstad um þessar mundir. Hann kemur heim aftur á sunnudag og þá kemur í ljós hvort honum verður boðinn samningur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það Magnus Andersson, þjálfari danska meistaraliðsins FCK, sem benti Johan Ekengren, þjálfara Drott, á Gunnar Stein eftir að hann fékk að æfa með FCK um tíma síðasta sumar.

HK eða lið í útlöndum

Ekki náðist í Gunnar Stein í gær en í samtali við Hallandsposten í Halmstad segist hann vera að skoða þá kosti sem honum standi til boða. Hann geti verið áfram með HK en einnig hafi tvö önnur íslensk félög haft við sig samband.

„Valið stendur á milli þess að vera áfram í HK eða að leika utan Íslands,“ segir Gunnar sem vonast til að niðurstaða liggi fyrir innan hálfs mánaðar.

Ekengren segir að sér lítist vel á Gunnar, bæði sem leikmann og persónu, og hann geti fallið inn í liðið. Hvort honum verður boðinn samningur hjá félaginu sagðist Ekergren ekki geta sagt um ennþá, í samtali við Hallandsposten.

Drott varð í 11. sæti af 14 liðum í sænsku úrvalsdeildinni í vor.

Fjórir Íslendingar hafa komið við sögu í sænska handboltanum í vetur. Hreiðar Levý Guðmundsson er markvörður Sävehof. Kristján Andrésson er þjálfari Guif og bróðir hans Kristján leikur með liðinu. Einar Logi Friðjónsson leikur með Skövde. Hreiðar hefur leikið sinn síðasta leik með Såvehof. Hann hefur gert samning við þýska 2. deildarliðið Emsdetten fyrir næsta keppnistímabil.  iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert