Glæsilegur sigur gegn Norðmönnum á HM í Túnis

Aron Pálmarsson skoraði 11 mörk í kvöld gegn Norðmönnum.
Aron Pálmarsson skoraði 11 mörk í kvöld gegn Norðmönnum. mbl.is/Golli

Landslið Íslands í handknattleik karla skipað leikmönnum 19 ára og yngri leikur til undanúrslit á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Túnis. Í dag sigraði Íslands lið Norðmanna í miklum markaleik, 43:37, en staðan var 21:20 í hálfleik fyrir Noreg. Ísland mætir sigurliðinu úr leik Túnis og Spánar í undanúrslitum en sá leikur stendur nú yfir.

Aron Pálmarsson var markahæstur í liði Íslands með 11 mörk en Ólafur Guðmundsson skoraði 8 en þeir eru báðir uppaldir í FH en Aron er nú leikmaður Kiel í Þýskalandi. Guðmundur Árni Ólafsson úr Haukum skoraði einnig 8 mörk.
Mörk Íslands:

Aron Pálmarsson 11
Ólafur Guðmundsson 8
Guðmundur Árni Ólafsson 8
Ragnar Jóhannsson 6
Heimir Heimisson 5
Stefán Sigurmannsson 2
Benedikt Reynir Kristinsson 1

mbl.is

Bloggað um fréttina