FH og Haukar mætast í bikarnum

Ólafur Guðmundsson sækir að Gunnari Berg Viktorssyni varnarmanni Hauka.
Ólafur Guðmundsson sækir að Gunnari Berg Viktorssyni varnarmanni Hauka. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mætast í 8-liða úrslitum í bikarkeppni karla í handknattleik en dregið var til þeirra í höfuðstöðum HSÍ í hádeginu. í Kvennaflokki er stórleikurinn viðureign Stjörnunnar og Hauka.

FH og Haukar áttust einnig við í 8-liða úrslitunum í fyrra og þar höfðu FH-ingar betur í mögnuðum spennuleik, 29:28. Valsmenn, sem eiga titil að verja, fá Framara í heimsókn.

Í karlaflokki varð drátturinn þessi:

FH - Haukar

Valur - Fram

Selfoss - HK

Víkingur - Grótta

Leikirnir eiga að fara fram 6. og 7. desember.

Í kvennaflokki mætast þessi lið:

Víkingur 2 - Valur

Grótta - Fram

FH - KA/Þór

Stjarnan - Haukar

Leikirnir hjá konunum eiga að fara fram 19. og 20. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina