Pekarskyte til Levanger

Ramune Pekarskyte stórskytta Hauka mun leika í Noregi á næstu …
Ramune Pekarskyte stórskytta Hauka mun leika í Noregi á næstu leiktíð. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Stórskyttan Ramune Pekarskyte hefur ákveðið að söðla um að loknu yfirstandandi keppnistímabili og ganga til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Levanger, sem Ágúst Jóhannsson þjálfar. Þetta er samkvæmt heimildum mbl.is. Pekarskyte, sem er frá Litháen, hefur leikið árum saman með handknattleiksliði Hauka við afar góðan orðstír og verið einn máttarstólpa liðsins.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur Pekarskyte náð samkomulagi við Levanger um tveggja ára samning.

mbl.is

Bloggað um fréttina