Narcisse ekki með Frökkum

Daniel Narcisse.
Daniel Narcisse. Reuters

Daniel Narcisse einn fremsti handknattleiksmaður heims og leikstjórnandi þýska meistaraliðsins Kiel, sem Alfreð Gíslason leikur með, verður ekki með Frökkum gegn Íslendingum í vináttulandsleik í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Narcisse er meiddur á hægra hné og verður fyrir vikið á meðal áhorfenda.

Óvíst er hvort Narcisse verður með í seinni leiknum sem fram fer í Laugardalshöll á morgun kl. 16. Meiðslin nú munu vera þau sömu og plöguðu Narcisse eftir Evrópumeistaramótið í Austurríki í lok janúar. Þá var hann frá keppni um tíma af þeim sökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina