Hressandi að fá sig mikið af skotum

„Það var ágætt og hressandi að fá á sig mikið af skotum,“  sagði Brynja Jónsdóttir markvörður Haukakvenna eftir 38:11 tap fyrir Fram í Safamýrinni  í dag.  Þó 38 mörk sé talsvert mikið að fá á sig er skylt að benda á að hún varði 16 skot, flest úr opnum færum.

Brynja hefur spilað með Haukum allann sinn feril, byrjaði tíu ára fyrir fjórtán árum, svo að hún þekkir vel að vera hinu meginn við borðið þegar Haukar var stórveldi í kvennahandboltanum og gersigraði flest liðin í deildinni.    Engu að síður var hún ekkert ánægð með úrslitin en samt á jörðinni með hvað er í gangi. 

„Það var ekki gaman að tapa svona en við erum með ungt lið og erum að fara í uppbyggingarstarf svo við getum ekki búist við að vinna Fram.  Það tekur tvö til þrjú ár að byggja upp en við vitum það alveg, erum flestar að búnar að skrifa undir þriggja ára samning og ætlum að vera þolinmóðar.  Þessi úrslit trufla ekki það starf.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert