Aron í öðru sæti

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Reuters

Aron Pálmarsson varð í öðru sæti í kosingu á leikmanni febrúarmánar hjá þýska meistaraliðinu Kiel en stuðningsmenn félagsins kjósa mánaðarlega um þá leikmenn sem þykja hafa skarað frammúr.

Þýski landsliðsmaðurinn Dominik Klein fékk flestu atkvæðin eða 37,2%, Aron varð annar með 23,9% og í þriðja sæti varð sænski markvörðurinn Andreas Palicka en hann hlaut 8,6%.

Aron verður í eldlínunni með Kiel á sunnudaginn en þá liðið á móti Flensburg. Kiel er í öðru sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir Hamburg sem leikur við Füchse Berlin á sunnudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina