Pálmar: Ljúft að finna hann smella

Pálmar Pétursson markvörður FH varði síðasta skot Hauka beint úr aukakasti og innsiglaði þar með eins marks sigur liðsins á Haukum, 24:23, í N1-deild karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld.

Pálmar sagðist hafa átt von á að Þórður Rafn Guðmundsson, leikmaður Hauka, myndir reyna að skjóta yfir varnarvegg FH. Hann hafi hinsvegar kosið að kasta boltanum framhjá veggnum. „Þá spilittaði ég og það var ljúft að finna boltann smella í innanverðu lærinu," sagði Pálmar m.a. eftir leikinn.

Pálmar Pétursson, markvörður FH.
Pálmar Pétursson, markvörður FH. Kristinn Ingvarsson
mbl.is