Davíð: Stefnan að skora einu sinni á tímabili

Davíð Hlíðdal Svansson, markvörður Aftureldingar, sá ekki bara til þess, með því að verja 21 skot, að lið hans byrjaði á sigri gegn Stjörnunni í umspili liðanna um sæti í N1-deildinni. Hann skoraði einnig eitt mark, það síðasta í leiknum sem lauk 26:22.

Davíð sagði alltaf ánægjulegt að skora og nú væri hann búinn að ná markmiði sínu sem væri að skora þetta eitt til tvö mörk á hverju tímabili.

Um leikinn hafði hann hinsvegar margt út á að setja. Helst það að liðið nýtti ekki dauðafærin sín og gaf leikmönnum Stjörnunnar kost á því að skora úr of auðveldum færum. Hann sagði að sínir menn hefðu átt að ná meiri mun fyrr í leiknum til að gera sér lífið auðveldara.

Nánar er rætt við Davíð í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt.

mbl.is