Óskar hættur - Gunnar í hans stað

Guðmundur Guðmundsson fyrrum landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson.
Guðmundur Guðmundsson fyrrum landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson. mbl.is/Golli

Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarlandsliðsþjálfari getur ekki tekið að sér starf aðstoðarlandsliðsþjálfara vegna anna hjá Viborg HK í Danmörku að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá HSÍ.

Gunnar Magnússon, þjálfari Kristjansand í Noregi, mun verða aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar en Gunnar hefur verið í þjálfarateymi karlalandsliðsins óslitið frá því í mars 2006.

Jafnframt mun Erlingur Richardson fyrrum þjálfari HK og núverandi þjálfari ÍBV koma inn í þjálfarateymi karlalandsliðsins.

Handknattleikssamband Íslands vill nota tækifærið og þakka Óskari Bjarna Óskarssyni fyrir frábært samstarf og frábæran árangur en Óskar hefur verið aðstoðarþjálfari frá því í mars 2008.

mbl.is