Patrekur: Ég stefni á að vera hérna lengi

Patrekur Jóhannesson skrifaði undir þriggja ára samning við bikarmeistara Hauka í handknattleik í dag. 

„Ég stefni á að vera hérna lengi. Ég er búinn að vera að vinna í Austurríki og verð örugglega áfram þar í tvö til þrjú ár. Ég er ánægður með að þetta sé í höfn,“ sagði Patrekur meðal annars í samtali við mbl.is í dag en samningur hans tekur gildi í sumar. Fram á vorið stýrir hann liði Vals í N1-deildinni eins og hann hefur gert á þessu keppnistímabili.

Patrekur Jóhannesson ásamt Haukamönnum á kynningarfundinum í dag.
Patrekur Jóhannesson ásamt Haukamönnum á kynningarfundinum í dag. mbl.is/Kristján Jónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina