Siggi Þorvalds nefbrotinn?

Sigurður Þorvaldsson í leik á móti Stjörnunni á dögunum.
Sigurður Þorvaldsson í leik á móti Stjörnunni á dögunum. mbl.is/Golli

Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells, er líklega nefbrotinn samkvæmt frétt á netmiðlinum Karfan.is.

Sigurður fékk högg á nefið í framlengingu í leiknum á móti KFÍ á sunnudaginn og eru líkur taldar á því að nefið sé brotið en ekki hafði fengist úr því skorið í gær.

Sigurður kom inn í lið Snæfells á miðju tímabili í vetur eftir tveggja og hálfs árs hlé og hefur sótt mjög í sig veðrið að undanförnu. Hann hefur tvívegis verið stigahæsti leikmaður liðsins í síðustu leikjum og fór á kostum á Ísafirði og skoraði 34 stig.

mbl.is